FRÓÐLEIKUR

 


Þegar ég var að segja fólki að ég ætlaði að láta fyrirtækið mitt litla heita Tíbrá voru margir sem hváðu. Nú, hvað er það.... spurðu sumir.  
Tíbrá er náttúrulegt fyrirbæri og þýðir uppstreymi. Þegar hlýtt er úti sér maður oft í fjarskanum eins og jörðin fari á hreyfingu og upp streymi fljótandi silfur, líkt og vatn. Þetta er fyrirbæri sem er ekki hægt að höndla, bara upplifa og er í raun ekki til í raunveruleikanum. Tíbráin er dulúðug, undraverð og töfrandi fyrirbæri sem ég hef alltaf verið heilluð af. Svo finnst mér orðið Tíbrá svo fallegt í hljómi sínum og hvernig það liggur á tungunni þegar það er borið fram.
 
 
 

 Hér munu í framtíðinni koma inn smátt og smátt ýmsar fróðlegar og skemmtilegar upplýsingar um allskonar hluti sem á einhvern hátt geta tengst Tíbrá. Bæði gamalt og nýtt. Þ.á.m. greinar úr þættinum SPUNA sem Bergrós sá um og birtust einu sinni í mánuði fyrir nokkrum árum í Morgunblaðinu á u.þ.b. 4 ára tímabili.
Einnig eru ábendingar vel þegnar um hluti sem eiga erindi hér inn.