Reyfi

Uppskrift
PDF 800 Kr.
Þú verður fyrst að velja hvað þú vilt.
Setja í körfu
 REYFI
Þetta orð hefur mér alltaf fundist svo fallegt. Reyfi þýðir skv. orðabók Máls og menningar: ,,samfelld ull af einni kind''. Reyfið hér er ekki samfelld ull af einni kind heldur samfelld ull af mörgum kindum. Gaman að láta orðin og ullina leika sér saman. Orðið minnir líka á reifabarn, nýfætt barn var áður fyrr vafið í reifar sem voru dúkar eða línlengjur. Það er áreiðanlega gömul tenging þarna á milli, munar bara einu ypsiloni. Teppið er prjónað í lengjum á prjóna nr 6,5 og síðan eru lengjurnar heklaðar saman eftir á frá réttu.
Karfa