Ský

Uppskrift
PDF 900 Kr.
Þú verður fyrst að velja hvað þú vilt.
Setja í körfu
 
SKÝ
 
Skýin eru mjúk og dularfull, ráða sínum eigin ráðum og svífa um. Munstrið í þessari flík gerir hana þykkari og mýkri og ótrúlega þægilega að vera í, eins og að svífa um á skýi. Jakkinn er í boði bæði fyrir tvöfaldan Plötulopa, prjónaður á prjóna nr 6 eða fyrir Álafosslopa prjónaður á prjóna nr 5 1/2. Jakkinn er prjónaður fram og til baka í stykkjum upp að höndum, lykkjurnar sameinaðar á einn prjón, síðan er axlastykkið prjónað fram og til baka í einu lagi. Mjög gaman að prjóna þetta munstur þar sem önnur hver umferð er slétt.
Karfa